<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 30, 2005

Ég renndi mér í gegnum IMDB top 250 listann áðan. Það er nauðsynlegt að gerað öðru hvoru. Bæði er listinn alltaf að breytast og eins er maður alltaf að sjá nýjar myndir, og eftir svona kvikmyndahátíð er nokkuð ljóst að maður hefur bætt við sig nokkrum myndum á listanum. Enda er það raunin. Ég bjó til pdf skjal þar sem ég er búinn að merkja með gulu þær myndir sem ég er búinn að sjá. Mér taldist þær ver 112 af 250 myndum. Sem verður að teljast ágætt held ég. Nær ekki alveg helmingnum, en vantar þó ekki nema 13 myndir uppá. Tékkið á þessu: imdb top 250 listinn minn

föstudagur, apríl 29, 2005

SATAN OG HELVÍTI! ég var búinn að skrifa massa flott blogg um Shi mian mai fu og Der Untergang og þá fraus helvítis tölvan upp úr þurru. DJÖFULL OG DAUÐI!

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Ég skulda ykkur víst ennþá umsögn um Shi mian mai fu. Þið verðið bara að bíða lengur eftir henni... svona eins og umsögnunum um Über Goober, What the #$*! Do We Know!? og La mala educación. Þið verðið bara að sýna þolinmæði. Reyndar ef ég þekki mig rétt (og ef ég geri það ekki, hver þá?) þá er ekkert víst að ég eigi nokkurntíman eftir að nenna að skirfa neitt um þær. Kemur allt í ljós.

Ég ætla að nota þessa færslu til að segja ykkur frá árshátíð Starfsmannafélags Flugmálastjórnar. Fyrstu mistökin sem árshátíðanefndin gerði var að halda árshátíðina þegar ég þarf að mæta til vinnu daginn eftir. Ég meina, hvaða heilvita maður trúir því að það sé komið sumar á sumardaginn fyrsta? Þetta hlítur að vera eitthvað grín. Ég mæti allavegana til vinnu eins og aðra virka daga, enda svona frídagar bara rugl (Það hlítur að liggja í augum uppi að ef sumardagurinn fyrsti hefði verið búinn til í einhverri alvöru þá væri hann á föstudegi (nú eða mánudegi) en ekki fimmtudegi). En nóg um það. Árshátíðin var haldin á Hótel Borg og var (og er, enda er hún vísast enn í fullum gangi) öll hin ýburðarmesta. Örn Árnason var veislustjóri, Jónas Þórir og Þórir Baldursson sáu um dinner tónlist ásamt Margréti Eir. Ég verð nú að viðurkenna að ég kunni betur við Þóri Baldursson á hljómboriði með Sigga Flosa á Stúdentakjallaranum, en þetta segir svo sem allt sem segja þarf um það að reyna að lifa á tónlist á Íslandi; að svona menn þurfi að taka að sér að spila dinner tónlist. Gætu allt eins verið að spila liftutónlist í Kringlunni.

Maturinn var mjög góður. Eini gallinn var að samanlagt hefði hann verið mátulegur sem forréttur. Það leið góður klukkutími á milli rétta (sem er svo sem alveg afsakanlegt þar sem það voru 188 í mat) og hver réttur var varla nema upp í nös á ketti (og ekki eru þær stórar). Til að koma í veg fyrir leiðindi og troðning þegar fólk færi að ná sér í sæti þá var raðað niður á borðin fyrirfram. Ég tók því þar af leiðandi róleg og var ekkert að flíta mér inn í sal, en fyrir vikið endaði ég milli annars vegar vinnufélaga míns sem var einn af þeim sem sáu um veisluna (og var því ekki í sætinu nema um 5% af þeim tíma sem ég var þarna) og hinsvegar við hliðina á einhverri stelpu sem ég man ekki hvað heitir, en er maki eins flugumferðarstjórans og virtist ekki hafa neinn áhuga á því að spjalla við mig.
Ég verð að viðurkenn að ég hef oft verið hið svokallaða þriðja hjól, og jafnvel fimmta hjól (sem er sýnu verra), en aldrei fyrr hef ég náð því að vera ellefta hjól. Vona ég að ég eigi aldrei eftir að endurtaka það. Ég sat með öðrum örðum einn til borðs með 10 öðrum. Eyddi tímanum í að hlusta á misgáfulega brandara veislustjórans og hugsa um kennsluefnið sem ég þarf að fara í gegnum á morgun.

Þessi árshátíð hafið með öðrum orðum allt til brunns að bera að vera virkilega vel heppnuð, en vegna ytri aðstæðna þá fór hún öll fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Og svo er ég svangur í þokkabót... og þarf að vakna klukkan sjö í fyrramálið.

Já ég er bitur og krumpaður í kvöld (og svangur). Verð bara að hugga mig við allar myndirnar sem ég á eftir að sjá á kvikmyndahátíð... og alla rosalega fínu partana sem ég er búinn að safna mér í SAABana mína undanfarið. Þeir eru sko ekki amalegir (hvorki SAABarnir nér partarnir;).

Jæja, ég ætla að fá mér eitthvað að borða og fara svo að sofa áður en ég drep ykkur alveg með bitruleika og almennri fýlu. (já og tékkið á 99 myndunum sem ég hennti inn um daginn. (Sko, ég er að læra, alltaf hægt að tala um eitthvað jákvætt (SAAB!) jafnvel þó maður sé ósáttur við kvöldið. Svona er ég nú búinn að læra að vera duglegur og ánægður api.)

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Eftir harða og erfiða baráttu hef ég komist að því að það er ekkert við iptables tjónkandi. Ég sparkaði þeim því út og setti inn nýjan og miklu betri eldvegg í staðinn. M.ö.o. þá er serverinn minn kominn aftur í gagnið og nú betri en nokkru sinni fyrr því nú ég er búinn að setja inn Gallery . Ég er reyndar ekki búin að henda mjög mörgum myndum þarna inn, en þetta er byrjunin. Svo er Birkir líka kominn með möppu þarna og byrjaður að henda inn myndum. Tékkið á þessu.

laugardagur, apríl 09, 2005

Eins og með alla aðra kvikmynda umfjöllun þá á ekki að lesa hana fyrr en eftir að maður hefur séð myndina og myndað sér sína eigin skoðun. Með öðrum orðum ekki lesa það sem hér fer á eftir nema vera annað hvort búin að sjá myndirnar eða hafa engan áhuga á að sjá myndirnar, eða vera alveg sama þó þið vitið öll lykilatriði í plotti myndarinnar áður en þið sjáið hana. Reyndar er mjög ólíklegt að ég segi frá einhverjum lykilatriðum, en að mínu viti er öll vitneskja um bíómynd áður en maður sér hana af hinu slæma. Vinsamlegast hafið þetta í huga næstu vikurnar. Ég ætla að vera duglegur að fara á kvikmyndahátíð og líka að vera duglegur að skrifa um myndirnar hérna.

Ég fór á báðar myndirnar sem ég ætlaði mér í dag. Shi mian mai fu og Ett hål i mitt hjärta. Ég náði ekki að skrifa um Shi mian mai fu áður en ég fór á Ett hål i mitt hjärta, og er það miður. Ég er svo eftir mig eftir Moodysson að ég veit hreinlega ekki hvort ég get skrifað neitt af viti... en ég ætla samt að reyna.

Eftir nokkarar misheppnaðar byrjanir þá held ég að ég geymi að skrifa um Shi mian mai fu þangað til á morgun.

Ett hål i mitt hjärta er án nokkurs vafa erfiðasta mynd sem ég hef séð. Erfitt umfjöllunarefni, persónur sem eiga hræðilega erfitt og bara yfirþyrmandi ömurleiki allt í gegn. Öll kvikmyndataka er gerð á handhelda myndavél, sem gerir það að verkum að atburðirnir verða allir einhvernvegin raunverulegri. Svona eins og maður sé að hrofa á fjölskyldumyndband, tekið af "Jóa frænda", en þetta eru sko engar venjulegar fjölskyldumyndir; pabbinn að taka upp amatör klámmynd í stofunni á meðan sonurinn reynir eftir fremsta megni að útiloka raunveruleikan sem best hann getur, með því að liggja inni í myrkvuðu herberginu með tónlist í heyrnatólum á hausnum (minnir mig nú reyndar á einhvern sem ég þekki). Inn í þetta er svo skotið myndum úr lýtaaðgerð á skapabörmum og hjartaskurðaðgerð. Ég fékk það á tilfinninguna á fyrstu mínútum myndarinnar að ég væri að horfa á vídeólistaverk en ekki bíómynd, en eftir því sem leið á myndina og sagan varð sífellt svæsnari fékk maður betri innsýn í þjakaðar persónurnar. Þess mun áhrifameiri urðu líka aðstæðurnar persónanna eftir því sem maður kynntist þeim betur.

Eftir að hafa pælt í þessu í nokkra klukkutíma þá get ég ekki gefið myndinni annað en fullt hús stiga. Hún er frábærlega leikin, söguþráðurinn er mjög sérstakur og frásagnarstílinn óvenjulegur svo ekki sé meira sagt, en útkoman er svo ofboðslega sterk og áhrifamikil að ég man ekki eftir öðru eins frá því að sagan um selin Snorra var lesin fyrir mig fyrir mörgum árum síðan. Held jafnvel að þessi slái Snorra út.

föstudagur, apríl 08, 2005

hmmm. Ég virðist vera óvenju duglegur að blogga í dag. Þetta er þriðji pósturinn á fimm mínútum. Þið verðir að afsaka þessa munnræpu í mér. Það er bara frá svo miklu að segja. Núna langar mig að óska vini mínum, honum Tino (þar sem Tino er bloggheftur maður þá er enginn linkur hjá honum) til hamingju með árangurinn.

Wulff og Morgenthaler eru vissulega stundum soldið mistækir. En þess á milli koma þeir með svona bombur. Snilld!

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Djöfull er þessi kvikmyndahátið öflug. Og ég sem er að reyna að spara eftir alla varahlutina sem ég keypti um daginn. Það er erfitt að lifa jafn hátt og ég geri og reyna að halda bankareikningnum réttu megin við núllið. Nú verðið þið öll að vorkenna mér ofsa mikið. Aumingja Tiny að þurfa að reka og gera upp þrjá Saaba og fara á þriggja vikna kvikmyndahátið, og vera í viskíklúbb... mér finnst að ég ætti að fá matargjafir og þróunaraðstoð eins og hitt fátækafólkið.

mánudagur, apríl 04, 2005

Hlutirnir gerast hægt víðar en í Víkurósi þessa dagana. Hef tekið nokkrar stuttar tarnir í að ryðhreinsa og lakka bremsurnar fyrir Tanngnjóst. Það er bæði leiðinleg og mikil vinna að ryðhreinsa þær. Þetta er svo fast og leiðinlegt að ég verð að gera það með litlum meitli og hamri. Tekur ca. 2 tíma hvert stykki, og þá er ég ekki að slípa í burt allt ryð, heldur bara að losa allt það lausa svo ég geti klínt hammerætinu á. En rosalega verða þær samt flottar þegar það er búið að lakka þær. Þær verða flottar í alveg heilar fimmínútur eftir að ég set þær undir (og reyndar eitthvað lengur á rafrænu formi á tölvunni minni, og hugsanlega á netinu).

Ég er búinn að setjast nokkrum sinnum niður til að reyna að finna út úr þessum vandræðum með eldvegginn minn, en ég hef einhvernveginn aldrei nógu mikinn tíma til að skoða þetta alminnilega. Alltaf alveg hellingur sem maður þarf að vera að gera. Sofa svo maður geti vaknað í vinnuna. Fara í matarboð, afmæli eða aðrar sósíalíseringar. Sýna einhverjum stjörnusjónaukan, saabast eða bara kíkja í bíó. Allavegana er ég ekki ennþá búinn að fá eldvegginn til að hleypa neinum inn á serverinn. Kanski á morgun, ef ekki þá, þá hugsanlega á fimmtudaginn. Eða bara einhvern annan dag.

Annars fannst mér svo lítið að gera hjá mér að ég ákvað að skella mér í leshring með Stefáni bróður og Guggu frænku. Við ætlum að lesa fyrst Fóstbræðrasögu og svo Gerplu eftir Halldór Laxnes, en hún er ef einhver skildi ekki vita það, paródía af Fóstbræðrasögu. Það er því tilvalið að lesa þær svona hvora á eftir annari. Það litla sem ég hef gluggað í Gerplu virðist vera mikil snilld. Enda fáir með jafn góðan húmor og Halldór.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?