<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 29, 2007


laugardagur, maí 26, 2007

Látum okkur nú sjá; Freysi og Úlfur eru í Tælandi, Birkir er í Tælandi, Berglind er í Tælandi (Tæland er greinilega mjög vinsælt um þessar mundir), Johnny er í Bandóðríkjunum, Helgi bróðir er í Austurríki og Stefán bróðir er í Danmörku. Það er greinilega ekki kúl að vera á Íslandi um þessar mundir. Nú þar sem ég er forfallin tískuhóra, þá vil ég ekki vera öðruvísi og keypti mér viku ferð til Danmerkur í gær.

Ég flýg út í hádeginu, miðvikudaginn 6. júní og á pantað flug heim þann 13. Það er svo bara tilviljun að amma er að fara út með þessu sama flugi, að Jóhann frændi sé með útskrifarsýningu úr dansskólanum á miðvikudeginu og fimmtudeginu, og að Saab festivalið sé í Trollhättan þá um helgina. Já svona geta þær verið skemmtilegar, tilviljanirnar.

Ég bloggaði um það fyrir stuttu síðan að mig langaði að læra að fljúga paraglider. Og er Tiny þekktur fyrir að sitja við orðin tóm? Nei það er sko eitthvað annað. Ég skráði mig því á námskeið hjá Fisfélagi Reykjavíkur. Námskeiði hófst á óformlegum fundi í Grund, félagsheimili Fisfélagsins, nú í morgun. Farið var yfir fyrirkomulag námskeiðsins, gengið frá skráningu og kennslugögn afhent. Þar sem veðrið var fínt, var okkur líka sýndur búnaðurinn í aksjón:



Á mánudaginn verður haldinn svokallaður Hafragrautur, en þá er keppt í lendingum (og búningum) við Hafrafell. Að keppninni lokinn er svo grillað og skemmt sér. Sem sagt kjörið tækifæri til að sýna sig og sjá aðra, og vonandi kynnast fólkinu í klúbbnum. Námskeiðið hefst svo í kjölfarið á þessu (það er því enn ekki of seint að skrá sig!). Ég get varla beðið. Vona bara að ég nái einhverjum flugdögum áður en ég fer út.

Ef að það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum þá var Björk að gefa út nýja plötu um daginn. Hún heitir Volta og er algjör snilld, eins og allt sem frá Björk kemur. Enda er Björk snillingur og ofurhetja. Farið út í búð og kaupið Volta. Núna!


fimmtudagur, maí 17, 2007

Jæja búinn að bilanagreina CS-inn. Tölvan jarðtengir ekki bensíndælu relay-ið, og er því að öllum líkindum ónýt (það var ekki að sjá neitt sambandsleisi í tenginu inn á tölvuna). Ég prófaði líka að beintengja bensínsdæluna, en þá var hún líka ónýt. Þá prófaði ég að starta saabinum (ef ske kynni að time-outið á bensíndælunni væri að stríða mér), en þá gafst startarinn upp. Þessu til viðbótar er svo bensíntank upphengjan slitin og mótorpúðarnir eru orðnir mjög lélegir. Þessi Saab á því ekki nema eitt verk fyrir höndum. Hann verður að parta bíl. Fyrstu partarnir sem hann missir, verða gírkassinn og skipti búnaðurinn (gírstöngin, kúpplingin, o.s.frv.), en þeir eiga að fara í CD-inn minn.

Þar slæ ég því tvær flugur í einu höggi. Laga CD-inn og fækka Sööbunum mínum um einn. Þetta gerist kanski ekki á þann hátt sem ég hefði kosið, en niðurstaðan er sú sama.

sunnudagur, maí 13, 2007

Kominn aftur heim. Þetta var bara fín ferð til Kosovo. Veðrið var frábært allan tímann (kom reyndar smá þrumuveður eitt kvöldið, en þá sátum við á Tirona og drukkum bjór og rake svo það skipti engu máli). Þjálfunin gekk vel, og það sem meira er, þá græjuðu Axel og Heimir ssh tengingu inn á heriminn, þannig að núna get ég loksins gert langþráðar uppfærslur á heriminum þeirra án þess að þurfa að fara þangað. Eins og með soldið margt þarna úti þá gerist ekki neitt fyrr en maður fær Íslendingana til að gera það (annað hvort það eða standa yfir Albönunum á með þeir framkvæma verkið). Alveg ótrúlegt hvað þeir geta verið metnaðarlausir stundum þarna niðurfrá.

Á laugardagskvöldið áður en ég fór út bilaði nýji fíni CSinn minn. Ég var að keyra á Bústaðaveginu á leiðinni í vinnuna, og þá bara dó hann. Púff. Mjög skrítið. Sem betur fór var Birkir ekki langt undan, og gat dregið mig heim og skutlað mér aftur í vinnuna. Ég fór svo til Kosovo snemma morguninn eftir og hafði því engan tíma til að kíkja neitt á bílinn. Núna er ég kominn heim og langar í bíltúr :( Ég á fimm saaba, og þeir eru allir bilaðir. Það er ekkert skemmtilegt. Mig vantar bílskúr til að gera við þá, og svo vantar mig að selja nokkra þeirra. Það er bara rugl að eiga fimm bíla sem geta ekkert keyrt. Jæja, ætli það sé ekki best að fara að kíkja á þetta. Svona Saabar laga sig víst ekki sjálfir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?